Hver er Anna?
Anna Laufey Stefánsdóttir er fyrirlesari, forritari og þriggja barna móðir. Hún sérhæfir sig í stafrænum velferðarmálum og hefur mikla ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að finna jafnvægi í stafrænum heimi. Í fyrirlestrum sínum fjallar hún um mikilvægi þess að nýta tæknina á heilbrigðan hátt, með áherslu á hvernig við getum skapað betra stafrænt umhverfi fyrir bæði börn og fullorðna.
Anna Laufey hefur yfir 9 ára reynslu sem forritari með sérhæfingu í Flutter og hefur unnið að þróun forrita fyrir bæði iOS og Android. Hún hefur unnið með fjölbreyttum fyrirtækjum og verkefnum, þar sem hún sameinar tæknikunnáttu sína og innsýn í notendavænar lausnir til að búa til áhrifarík og skilvirk öpp.
Samspil starfa hennar sem forritari og fyrirlesari hefur gefið henni einstaka sýn á hvernig tæknin hefur áhrif á daglegt líf okkar og hvernig hægt er að nýta hana á jákvæðan hátt. Anna Laufey, sem móðir þriggja barna, nýtir þessa reynslu einnig til að hjálpa fjölskyldum að finna leiðir til að minnka áreiti og stuðla að jákvæðari stafrænum lífsstíl.

Fyrirlesari
Í dag er ég fyrirlesari með sérhæfingu í stafrænni velferð, mínu helsta hjartans málefni, og miðla þekkingu minni til allra aldurshópa.
Ég hef alltaf notið þess að tala fyrir framan hóp og lít á það sem dýrmæta áskorun að stíga út fyrir þægindaramma minn. Ég nýt þess að takast á við áskoranir sem fylgja því að tala fyrir framan hóp og lít á þær sem tækifæri til vaxtar og þróunar.
Í fyrri störfum hef ég haldið fjölbreytta fyrirlestra, allt frá vísindaferðum til ráðstefna eins og SKÝ.
Ég hef lokið námskeiði hjá Dale Carnegie og einnig starfað þar sem aðstoðarmaður.
Auk þess hef ég sótt vottuð námskeið í stafrænu heilbrigði (Digital Wellness) og stafrænu uppeldi (Digital Parenting).
App foritari
Eftir útskrift hóf ég strax störf við app forritun og hef síðan þá sinnt ýmsum hlutverkum. Ég hef unnið náið með viðskiptavinum, verið verkefnastjóri og átt í góðu samstarfi með hönnuðum til að tryggja framúrskarandi notendaupplifun.
Það sem ég hef mestan áhuga á er að forrita falleg öpp sem bjóða upp á góða notendaupplifun. Þessi reynsla hefur veitt mér mikla innsýn í þarfir notenda og skilning á því að það er grundvallarmunur á tækni sem þjónar okkur og tækni sem eyðir athygli okkar og tíma.
Sem betur fer hef ég að mestu unnið að öppum sem stuðla að einfaldara og skilvirkara daglegu lífi fólks.
Tölvunarfræðingur
Ég útskrifaðist með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2015.
Ég kynntist app forritun í fyrsta sinn í lokaverkefni mínu sumarið 2014, þar sem ég og hópurinn minn þróuðum lítið app sem reiknaði út insúlínmagn fyrir sykursjúka.
Ég fann strax að app forritun var það svið sem ég hafði brennandi áhuga á og sú leið var mér ljós frá útskrift.
Móðir
Móðurhlutverkið er án efa rúsínan í pylsuendanum – það er það mikilvægasta, skemmtilegasta og erfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér.
Ég er svo heppin að vera þriggja barna móðir og það hefur gefið mér bæði von og áhyggjur af framtíðinni.
Við þurfum að stíga eitt skref aftur, minnka áreitið, bæði á okkur sjálf og börnin okkar. Við þurfum að byggja betra samfélag, þar sem meiri tenging og raunveruleg samskipti fá að blómstra – það er þar sem framtíðin liggur..