top of page

Af hverju er 13 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum?

Sep 20, 2024

2 min read

0

43

0

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér af hverju aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum er 13 ára?


Í raun er engin góð ástæða fyrir því.


Árið 1998 voru sett lög í Bandaríkjunum, The Children’s Online Privacy Protection Act (COPPA), sem koma í veg fyrir að netfyrirtæki safni persónuupplýsingum frá börnum undir 13 ára aldri í þeim tilgangi að sýna þeim sérsniðnar auglýsingar eða rekja notkun þeirra. Á sínum tíma var reynt að setja aldurstakmarkið við 16 ár, en í staðinn var samið um 13 ára til þess að tryggja að lögin næðu fram að ganga.

Lögin eru sett þannig upp að svo lengi sem fyrirtækin vita ekki örugglega að þú sért undir 13 ára, þá eru þau í lagi. Lögin hvetja tæknifyrirtækin til að vita ekki hvað börnin eru gömul.


Síðan þá hefur margt breyst á internetinu, ekki síst tilkoma snjallsíma og samfélagsmiðla.


Á yfirborðinu virðast þessi lög kannski góð – það virðist jákvætt að vernda börn fyrir söfnun persónuupplýsinga. En í raun eru þessi lög að verja stór fyrirtæki fyrir ábyrgðinni á því hvaða áhrif vörur þeirra hafa á börn og unglinga.


Fyrirtækin þurfa ekki að gera meira en að bæta við litlu boxi með spurningunni „Ertu 13 ára eða eldri?“. Þetta einfalda hak fjarlægir alla lagalega ábyrgð frá þeim.


Síðan COPPA voru samþykkt, hefur 13 ára aldurstakmarkið orðið viðmiðið sem öll helstu tæknifyrirtæki fylgja – ekki bara í Bandaríkjunum heldur um allan heim.


Það er í raun engin góð ástæða fyrir því að aldurstakmarkið sé 13 ár. Engin leið er heldur til að koma í veg fyrir að börn undir þessum aldri séu á samfélagsmiðlum.


Engir sérfræðingar í velferð barna hafa metið það svo að 13 ára börn séu nógu þroskuð til að vera á samfélagsmiðlum.


Afhverju er 13 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum?

Svarið er þessi 26 ára gömlu lög.

Sep 20, 2024

2 min read

0

43

0

Related Posts

Comments

Share Your ThoughtsBe the first to write a comment.
bottom of page